www.nomiz.net

23.3.01

Gat verið


Jújú, þetta er ég, Baldvin, að blogga klukkan hálffjögur um nótt. Ég get ekki að þessu gert, ég vinn bara best á kvöldin og á næturnar. Mín klukka er á PM þegar það er í raun AM og öfugt. Hvað er hægt að gera í þessu? Kannski bara að sætta sig við þetta og vera alltaf sofandi í tímum og svoleiðis vesen. Ég ætti kannski að flytja hinumegin á hnöttinn og fara gera það gott bara í Japan eða e-ð. Hvað heitir litli jógagæinn sem var alltaf með ókeypis námskeið hérna uppi í Gerðubergi. Magnaður kall! Hann var e-ð um 70 ára og tók núna fyrir stuttu 300 kíló í bekk! Þetta er svona lítill indverji, einhver svona Ghandi týpa, sem maður heldur að brotni ef maður blæs á hann, en vá! Maðurinn sefur sem sagt bara tvo tíma á sólahring og er bara í góðum fíling allan faginn að hugleiða hitt og þetta. Ég held ég sé ekki að ýkja með þyngdina hérna áðan. Hann hugleiddi lóðin bara upp.

Er að hlusta á Marilyn Manson raula unplugged lagið Coma White. Helvíti fínt lag miðað við mann sem getur sogið á sér skaufann. Hef annars ekki tíma til að blogg meira. Þarf að halda áfram að lesa Drengene. Fer í próf úr henni eftir ca. 8 tíma. Ef ég er heppinn næ ég að sofna pínulítið á meðan ég labba upp í skóla. Fyndið þegar maður er svo þreyttur að maður hálfpartinn missir meðvitund, svarar kannski e-ð út í bláinn eða gerir eitthvað asnalegt sem maður man síðan ekkert eftir 15 sekúndum síðar. Það gerist oft þegar maður er búinn að vaka í 1 1/2 - 2 sólahringa. Það er bara eins og að vera á eiturlyfjum. Hættur í bili.

20.3.01

Þeir hætta ekki!


Álfarnir virðast hafa látið aftur til skara skríða. Í þetta sinn hirtu þeir símann minn. Samt var ég ekkert að taka til. Ég er búinn að prófa að hringja í hann en þeir vilja ekki svara. Annars er ég að vinna í verkefni um Snæfríði Íslandssól. Það sést eiginlega ekkert á því sem ég er búinn að skrifa að ég hef ekki lesið bókina. Býsna vel af sér vikið. Fannar benti mér á ansi hreint áhugaverða kenningu um Sigurð Sveinsson dómkirkjuprest sem ég hef verið að pæla aðeins í. Það sem ég hef verið að glugga í bókina rennir býsna styrkum stoðum undir kynlífssamsæri og annan viðbjóð. Takk Fannar fyrir það. Íslenskuverkefnið mitt verður aðallega hugleiðingar um kynóra einmana prests á 16. öld, þökk sé þér!

18.3.01

Allt í plati


Þetta reddaðist allt. Álfarnir höfðu smellt bókinni minni undir rúmið, ekkert mál. Svona mál hafa tilhneigingu til að leysast þegar maður talar opinskátt um þau. Kannski tek ég einhven tímann til aftur... aldrei að vita!

Finn ekki helvítis...


Ég er orðinn alvarlega fráhverfur því að taka til! Maður er kannski með smá hrúgu á skrifborðinu en ég veit samt nokkurn veginn hvar allt er. Svo núna í gær lenti ég í því að öllu var umsnúið í herberginu og það var orðið nokkuð snyrtilegt. Ég hélt að ég væri bara í góðum málum en svo kom að því að ég þurfti að fara að lesa þá gríðarskemmtilegu bók Drengene fra St. Petri og núna finn ég hana ekki. Það er eins og það hverfi alltaf eitthvað þegar ég tek til. Hvað er að gerast? Eru til álfar sem stela? Hvar næ ég í þá? Svoleiðis rassálfum þyrfti að kenna lexíu! Af hverju tóku þeir Drengene fra St. Petri? Eru þeir bilaðir á geðsmunum? Ef einhver álfanna les þetta vil ég biðja ykkur um að skila henni sem fyrst því ég er að fara í próf úr henni í vikunni. Venlig hilsen.