www.nomiz.net

18.3.01

Finn ekki helvítis...


Ég er orðinn alvarlega fráhverfur því að taka til! Maður er kannski með smá hrúgu á skrifborðinu en ég veit samt nokkurn veginn hvar allt er. Svo núna í gær lenti ég í því að öllu var umsnúið í herberginu og það var orðið nokkuð snyrtilegt. Ég hélt að ég væri bara í góðum málum en svo kom að því að ég þurfti að fara að lesa þá gríðarskemmtilegu bók Drengene fra St. Petri og núna finn ég hana ekki. Það er eins og það hverfi alltaf eitthvað þegar ég tek til. Hvað er að gerast? Eru til álfar sem stela? Hvar næ ég í þá? Svoleiðis rassálfum þyrfti að kenna lexíu! Af hverju tóku þeir Drengene fra St. Petri? Eru þeir bilaðir á geðsmunum? Ef einhver álfanna les þetta vil ég biðja ykkur um að skila henni sem fyrst því ég er að fara í próf úr henni í vikunni. Venlig hilsen.