www.nomiz.net

2.11.01

Vinna = $$$


Byrjaði í nýrri vinnu í gær. Fékk vinnu við að hringja út og bjóða fólki að fá kynningu um tryggingar og lífeyrismál. Það sem ég á að gera að er að fara yfir spurningalista sem kynningarfulltrúinn myndi nota ef ég fæ fólk til að samþykkja að fá kynningu um þessi mál(sér að kostnaðarlausu og án allrar skuldbindingar að sjálfsögðu). Í gær hljómaði eitt símtalið ca svona:
[Ég] Góða kvöldið... blablabla spurja þig nokkurra örstuttra spurninga?
[Maður í Síma] Já ætli það ekki.
[Ég] (Byrja á spurningalista sem er ætlaður til að vekja fólk til umhugsunnar og afla gagna fyrir kynningafulltrúann)
Vissir þú að ...blablabla?
Hefur þú velt fyrir þér ...blablabla?
Telur þú ...blablabla?
Síðan fyrir upplýsingarnar...
Ert þú með ...blablabla?
En ...blablabla?
Borgar þú í ...blablabla?
[Maður í Síma] (já við öllu sama)
[Ég] Gætir þú hugsað þér að fá ókeypis kynningu um þessi mál þér að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga?
[Maður í Síma] Ég veit það nú ekki, veistu hvað ég heiti?
[Ég] Að sjálfsögðu! Þú heitir blablabla.
[Maður í Síma] Jahá! Og þú kannast ekkert við mig er það?
[Ég] Neeei. En hvað segirðu, hefurðu áhuga á svona kynningu?
[Maður í Síma] Nei ég held nú að ég sé búinn að sjá nokkuð vel fyrir málum í sambandi við eftirlaunaárin. Ég er í stjórn Kaup***** og sit í nefndum hjá hinum og þessum. Þakka þér fyrir samtalið og bið að heilsa honum Úlla.


Ég er gimp!