Hrmpf
Það liggur við að ég viti ekkert hvað ég er að gera. Það er svo langt síðan ég gerði þetta að ég man varla hvernig á að gera línubil. Kallinn heldur nú samt fast í hefðir og bloggar aðeins á næturnar. Að þessu sinni er um að kenna harðri neyslu koffeins og etanóls í bland(hmmm kannski aðallega kofeinið sem er að fara illa með mig). Fór nefnilega á kaffihús og fékk mér tvo öllara með Láru, Þorra og Sunnu. Svo fór ég að sulla í kaffinu. Kaffi er dauðinn! Þegar við komum svo heim um miðnættið fengum við Lára okkur smá slettu af rauðvíni, eitthvað sem hana hefur langað að gera síðan við gerðum þessa góðu ferð í bústað með Fannari og Perlu og fleirri góðum konum og köllum. Anyway... Ég býst við að þetta blogg marki upphafið að markvissu bloggi, veit ekki hversu reglulegu, það verður að koma í ljós.
btw. Ég tók út síðustu færsluna. Menn voru farnir að þylja hana utan að. Fannst hún ekki bera alveg nógan vott um þau merkilegu málefni sem hér verða reifuð :)