www.nomiz.net

23.3.01

Gat verið


Jújú, þetta er ég, Baldvin, að blogga klukkan hálffjögur um nótt. Ég get ekki að þessu gert, ég vinn bara best á kvöldin og á næturnar. Mín klukka er á PM þegar það er í raun AM og öfugt. Hvað er hægt að gera í þessu? Kannski bara að sætta sig við þetta og vera alltaf sofandi í tímum og svoleiðis vesen. Ég ætti kannski að flytja hinumegin á hnöttinn og fara gera það gott bara í Japan eða e-ð. Hvað heitir litli jógagæinn sem var alltaf með ókeypis námskeið hérna uppi í Gerðubergi. Magnaður kall! Hann var e-ð um 70 ára og tók núna fyrir stuttu 300 kíló í bekk! Þetta er svona lítill indverji, einhver svona Ghandi týpa, sem maður heldur að brotni ef maður blæs á hann, en vá! Maðurinn sefur sem sagt bara tvo tíma á sólahring og er bara í góðum fíling allan faginn að hugleiða hitt og þetta. Ég held ég sé ekki að ýkja með þyngdina hérna áðan. Hann hugleiddi lóðin bara upp.

Er að hlusta á Marilyn Manson raula unplugged lagið Coma White. Helvíti fínt lag miðað við mann sem getur sogið á sér skaufann. Hef annars ekki tíma til að blogg meira. Þarf að halda áfram að lesa Drengene. Fer í próf úr henni eftir ca. 8 tíma. Ef ég er heppinn næ ég að sofna pínulítið á meðan ég labba upp í skóla. Fyndið þegar maður er svo þreyttur að maður hálfpartinn missir meðvitund, svarar kannski e-ð út í bláinn eða gerir eitthvað asnalegt sem maður man síðan ekkert eftir 15 sekúndum síðar. Það gerist oft þegar maður er búinn að vaka í 1 1/2 - 2 sólahringa. Það er bara eins og að vera á eiturlyfjum. Hættur í bili.