Sko..
Ég hafði nú ekki hugsað mér að fjalla mikið um fótbolta hér en hvur djöfullinn er að gerast hjá mínum mönnum?
1.12.01
Mistök
Biðst afsökunnar á því að hafa sett vitlausan tengil á fréttina hérna að neðan. Linkurinn vísaði á frétt þar sem sagt var frá því að tugir manna hefðu látist en átti að vera á frétt um spaugilegar aðgerðir Dana til að mótmælar háu verði á SMS skilaboðum. Búið er að laga linkinn.
Mótmæli
Það er nú gaman að gera grín að Dönum. Þetta fannst mér ótrúlega heimskulegt :)
Danir ætla á morgun að senda engin sms til þess að mótmæla verðinu á sms-um. Og hvernig láta þeir orðið berast....? Jú þeir senda sms í dag og biðja alla um að senda skilaboðin áfram á amk 3 vini og vandamenn!
Það er greinilega harður bisness að reka símafyrirtæki í Danmörku...
30.11.01
Próf
Nú eru prófin byrjuð. Fyrsta prófið mitt var í Hub 1036. Það gekk sossum skítsæmilega. Ég hata prófatímann. Maður hættir bara að lifa til þess að geta svarað spurningum í 1½ klukkutíma.
Svo langar mig að nefna að George Harrison er dáinn. Respect.
29.11.01
Bahh...
Þessi eini kaffibolli er alveg að gera það!
Afi og amma lentu áðan. Voru að koma frá Kanarí. Við tókum á móti þeim með glæsilegum veitingum sem Lára útbjó. Afi var mjög ánægður með ferðina, sagðist hafa verið mjög afslappaður. Raunar svo afslappaður að hann var farinn að hlusta eftir hvort hann væri nú ekki alveg örugglega með púls enn þá. Afi húmoristi er alveg ný hlið á afa mínum sem ég hafði ekki séð þessi 3 ár sem hef búið hjá þeim. Ég held að þetta hafi verið ágætis ferð hjá þeim.
Vantar þig lesefni...
Þetta er sennilega ein besta grein sem ég hef lesið á huga.is. Mér liggur við að æla af einskærum viðbjóði. Fjallað er um bókina “Stríðsglæpir Bandaríkjanna gegn varnarlausu fólki í Írak” og þetta er vægast sagt sláandi ef satt reynist. Gefið ykkur tíma og lesið yfir greinina þó löng sé.
28.11.01
Til Gumma Jóh
Gummi Jóh er góður strákur. Hann er fylgjandi fjölþjóðasamfélagi og mælir gegn svínakjötsáti útlendinga.
Sjáðu til, ég hef ekkert á móti því að útlendingar komi hingað. Það verður bara að vanda til þess hvernig búið er um þá í samfélaginu. Þess verður einnig að gæta að þeir komi hingað á réttum forsendum. Þegar fólk kemur inn í þessa menningu er eðlilegt, ef það ætlast til þess að vera talinn fullgildur meðlimur þjófélagsins, að það aðlagi sig að þjóðfélaginu. Fólki er að sjálfsögðu frjálst að iðka sína trú eins og því hentar. Þegar þú sem einstaklingur kemur inn í ókunnugt þjóðfélag er mjög skrítið ef þú kemst upp með að laga þjóðfélagið að þér. Þannig á það ekki að vera.
Skólastjórn Austurbæjarskóla bregst barnalega við vandanum. Sú staðreynd að við borðum svínakjöt er ekki á nokkurn hátt móðgun við múslima eða gyðinga. Þetta fólk ætti að aðlagast samfélaginu með því að mæta með nesti þegar boðið er upp á svínakjöt í mötuneytinu.
Ég birti hér tilvitnun í email frá móður minni sem er búsett í Danmörku en þar hafa mikil vandræði verið með innflytjendur sem virða ekki hefðir samfélagsins.
"Danir hafa verið í vandræðum með sína heittrúuðu muslima, sem ekki aðlagast samfélaginu og fá að vanvirða hefðir þeirra og norm. Það eru muslimar hér sem aðlagast danskri menningu og borða svínakjöt og virða danska menningu. Þannig verður það að vera þegar fólk flytur til lands með aðra menningu. Þeir sem komist hafa upp með að vanvirða Danskt samfélag á þennan hátt gera það einnig á enn verri hátt. Þeir fyrirlíta danskar stúlkur/konur og þykir ekki tiltökumál að fremja fjöldanauðganir á þeim. Ástæða: Danskar konur bjóða upp á það með framkomu sinni! Þ.e. að vera með sýnilegt hárið, klæðast tískufatnaði og á annan hátt að haga sér eins og siðmenning okkar viðurkennir. Er þetta það sem íslendingar vilja? "
Ég veit. Þetta hljómar öfgakennt og ólíklegt í íslensku samfélagi, er það ekki? Kannski ekki? Svona verður þetta ekki 1, 2 og 3. Þetta er þróun og börn sem alast upp við þetta virðingarleysi tileinka sér það. Meðan við sýnum ekki okkar eigin menningu virðingu hvernig getum við þá virt aðra? Sýnum innflytjendum virðingu. Gerum ekki ráð fyrir að svínakjötsneysla okkar skaði þá því það eru bara fordómar þó birtingarformið sé óhefðbundið.
p.s. Saltaðu on'í tunnu og gefðu jón' og gunnu
Nýjir linkar
Bæti við nýjum linkum hér rétt á eftir, www.baggalutur.com, fréttastofa sem ýkir, og stórskemmtilegur linkur sem Lára bendir á í bloggi sínu í dag, www.ishouldbeworking.com.
Schnilld
Herra Disco kemst skemmtilega nálægt sannleikanum í bloggi sínu um áramótaskaup síðustu 16 árin. Það var parturinn um áramótaskaupið í fyrra sem ég brjálaðist af hlátri yfir.
Orðið er laust...
27.11.01
Topic
Djöfull finnst mér alltaf erfitt að finna lýsandi topic þegar ég er fara að skrifa um nokkra hluti :)
Það sem stendur upp úr er spjallkerfið sem Valli er búinn að setja á síðuna sína. Kíkið á það!
Jólasveinn gekk upp að mér og kyssti mig á kinnina mér til mikillar ánægju og að lokum komst ég að því að ég á 50 Mb geymslupláss á www.tripod.com
Síðan hef ég í hyggju að bæta aðeins inn á síðuna hérna, bæta við linkum og setja eitthvert efni inn á prófílinn. Góðar stundir!
Svínakjöt
Fréttin sem ég sá í gær á vísi.is um að svínakjöt yrði ekki á boðstólum í mötuneytinu Í Austurbæjarskóla til þess að taka tillit til trúarbragða nemenda við skólann vakti athygli mína. Hver er tilgangurinn með þessu? Er ætlunin að við aðlögum okkur að nýbúum? Af hverju ekki að hætta bara að bjóða upp á kjöt til að taka tillit til grænmetisæta? Það eru fullt af minnihlutahópum hérna á landinu og við getum ekki gert þeim jafnhátt undir höfði.
Að mínu mati, þá hefði skólinn getað gefið út dagatal með matseðli og viðkomandi krakkar koma þá bara með nesti þá daga sem boðið er upp á svínakjöt. Af hverju ekki að hætta aðkenna kristinfræði fyrst við erum að þessu á annað borð? Hræsni!
Erfiðleikar
Það er setið um að komast í tölvuna núna. Tveir bloggarar á einu heimili er greinilega of mikið. Ég mæli ekki með þessu við nokkurn mann. FANNAR!! Passaðu þig! Þú munt aldrei fá frið til að blogga né snerta á Gagnárás. Leyfðu henni bara að vera á steinöldinni...
btw. Virðist vera einhver seinkun á afa og ömmu, þau eru ekki komin...
26.11.01
I wonder...?
Eitthvað kannast ég nú við þetta layout...
25.11.01
Dagur letinnar
Vá hvað er erfitt að gera ekki neitt! Stefni á að vera duglegur á morgun, taka aðeins til og fara svo í vinnu annað kvöld. Svo hefur maður nú eitthvað til að hlakka til í vikunni því afi og amma koma heim snemma á mánudagsmorgun, mér og Láru er boðið í mat hjá Þorra og Sunnu á þriðjudaginn og... og... það er örugglega eitthvað fleirra, ég man það bara ekki. ???