www.nomiz.net

29.12.01

Netscape
Ég hía á fólk sem notar Netscape! Ég er búinn að vera að surfa með þessum browser og hann suckar. Mér finnst líka fyndið að enginn af okkur bloggurunum sem ég þekki virðist taka tillit til Netscape notenda. Verst úr þessari könnum minni kom Valur en hann notar Iframe. Ég var áberandi næstverstur (líka Iframe)og einnig var rugl í síðunum hjá Fannari og GummaJóh. Netscape verðlaunin hlýtur Valli en síðan hans kom nákvæmlega eins út að mér virtist.
Ég get óhræddur rakkað helvítis browserinn niður því þeir sem nota Netscape geta ekki lesið það því haha þeir geta ekki séð Iframe-inn!. Eftir þessa stuttu könnun er ég kominn á þá skoðun að Netscape sé rusl. Skilur hvorki Iframe né CSS og svo er hann ofboðslega lengi að hlaða síðunni inn. Þakka pent! Næst er að skoða Opera...