Þeir hætta ekki!
Álfarnir virðast hafa látið aftur til skara skríða. Í þetta sinn hirtu þeir símann minn. Samt var ég ekkert að taka til. Ég er búinn að prófa að hringja í hann en þeir vilja ekki svara. Annars er ég að vinna í verkefni um Snæfríði Íslandssól. Það sést eiginlega ekkert á því sem ég er búinn að skrifa að ég hef ekki lesið bókina. Býsna vel af sér vikið. Fannar benti mér á ansi hreint áhugaverða kenningu um Sigurð Sveinsson dómkirkjuprest sem ég hef verið að pæla aðeins í. Það sem ég hef verið að glugga í bókina rennir býsna styrkum stoðum undir kynlífssamsæri og annan viðbjóð. Takk Fannar fyrir það. Íslenskuverkefnið mitt verður aðallega hugleiðingar um kynóra einmana prests á 16. öld, þökk sé þér!