Heimferðin
Samkvæmt þessari síðu eru líkurnar á því að vélin hrapi á leiðinni heim 1 á móti 118834024. Það er nú gott að vita. Ég hef engar áhyggjur af lestarferðinni þar sem það varð lestarslys hér í Danmörku í dag og þar af leiðandi litlar líkur á öðru slysi á næstunni.
Ég get því ferðast áhyggjulaus :)
2.1.02
31.12.01
Nýja árið
Nú þegar nýja árið nálgast eru nokkrir hlutir sem mig langar að fara yfir. Sjálfsagt verður ársins 2001 helst minnst í sögunni sem ársins sem Baldvin byrjaði að blogga. Það var eiginlega að frumkvæði Fannars sem ég fór út í þetta og ég vil þakka honum fyrir það. Síðan vil ég þakka ykkur báðum sem hafið nennt að lesa sumt af blaðrinu hérna og ég vil líka nota tækifærið og monta mig af því að ég fagna áramótunum klukkutíma á undan ykkur slugsunum heima á Íslandi :)
Gleðilegt nýtt ár!