www.nomiz.net

17.12.01

Styttist í það...
Nú fer að styttast í að ég fari til Danmerkur en ég flýg á miðvikudagsmorgun. Eins og venjulega er ég varla byrjaður að pakka. Það er nú samt nóg að gera. Má til dæmis ekki vera að þessu. cya!

16.12.01

Rúst
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst ég verða meira og meira var við rasisma hér á landi. Sem er finnst mér skrítið því það virðist einnig vera þannig að "rasisti" er eitt það ljótasta sem þú getur kallað nokkurn mann. Merkilegt er líka að á sama tíma og rasistar eins og FÍÞ tala hátt um kosti hins hreina Íslenska kynstofns benda þeir ekki á nein rök máli sínu til stuðnings þó að þeir gefi löööööng svör. Svör þeirra eru yfirleitt örkstuddar skoðanir þeirra studdar af hæpnum tölfræðilegum "staðreyndum".
Þetta er einhver sú besta yfirferð yfir málefni FÍÞ sem ég hef séð. Maðurinn sem situr fyrir svörum virðist ekki svara nema 5tu hverri spurningu og með sama hæpna rökstuðningnum aftur og aftur. Endilega tékkið á þessu.