www.nomiz.net

25.12.01

Jólin
Jæja, nú er klukkan að verða hálf þrjú á dönskum tíma, ég er að hlusta á Andrea Bocelli diskinn sem Lára gaf mér og er búinn að lesa helling í LotR. Kalkúnninn brást ekki vonum og við átum okkur öll pakksödd. Fyllingin er best!
Á morgun verður tekið á 'onum stóra sínum og gert nákvæmlega ekki neitt nema éta og lesa og sofa.
Við erum búin að hóta pabba að taka hann með í bíó milli jóla og nýárs og er ætlunin að sjá Harry Potter. Ég fór síðast með pabba í bíó árið 1993 á myndina Jurrasic Park og hann var ekki hrifinn. Hann hefur ekki farið í bíó síðan. Þetta verður því stóratburður.