www.nomiz.net

16.11.01

Mótmæli


Í hádeginu í dag komu tveir ungir vinstri menn (kommúnistar?) og gáfu kynningu á bókum um stöðu heimsmála, ræður eftir Fidel Castro, rit eftir Lenín, Karl Marx auk þess sem okkur var sýnt eina blaðið sem segir sannleikann. Einnig minntu þau á málfund um árasir heimsvaldasinna á Afganistan sem ég man nú ekki hvar eða hvenær verður haldinn.
Greina mátti mikla andúð þessa ágæta fólks á árásunum á Afganistan. Þetta er það sem mér finnst um árásirnar á Afganistan:

Það sem ég held að ráði mestu um ákvörðunina að ráðast á Afganistan var sú staðreynd að innan landsins eru hryðjuverkamenn við völd. Ég leyfi mér að fullyrða þetta. Sá sem leynir upplýsingum um morðingja er samsekur. Talíbanar leyna og hafa undir sínum verndarvæng menn sem skipulögðu morðin á yfir 6.000 manns. Já talíbanastjórnin er samsek.
Svo er spurningin, stafar Bandaríkjunum hætta úr þessari átt? Já, þarna eru menn sem hafa það að takmarki að eyða vestrænum áhrifum með öllu. Þeir hafa oft gert árasir á skotmörk þar sem almennir borgarar hafa farist í tuga, hundraða og nú síðast þúsunda tali. Skotmörk þessara ofstækismanna hafa ekki hernaðarlegt gildi enda myndu þeir undir eins tapa stríði sem háð yrði með hernaði eins og við þekkjum hann (landhernaður). Þeir beita því hernaðartækni Sun Tzu, nota vopn risans gegn honum sjálfum.


Ég lít ekki á árásirnar á Afganistan gagnrýnislausum augum, alls ekki. USA mætti á margan hátt hafa staðið betur að málum, kannski ég skoði það betur og skrifi hér seinna. Að lokum langar mig að benda á grein sem las fyrir nokkru á Hugi.is þar sem birt eru skrif Afgana sem búsettur er í USA og ég enda á quote úr greininni.
copy/paste

"But the Taliban and Ben Laden are not Afghanistan. They're not even the government of Afghanistan. The Taliban are a cult of ignorant psychotics who took over Afghanistan in 1997.
Bin Laden is a political criminal with a plan.
When you think Taliban, think Nazis.
When you think Bin Laden,think Hitler.
And when you think "the people of Afghanistan" think the Jews in the concentration camps."
copy/paste endar

14.11.01

Jaguar


Hádegishléið í dag var vel funky. Jaguar mætti og spilaði mjög skemmtilega tónlist. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki fylgst mikið með þeim eða tónlistinni þeirra en ég er pottþétt að fara að skoða diskinn sem þeir gáfu út í sumar, Get the funk out.

Annars er það að frétta af síðunni að ég er að vinna í því að búa til mína eigin gestabók. Útlitið er tilbúið en aðalvinnan, sem felst í því að senda, geyma og sækja upplýsingarnar er enn eftir. Þetta kemur allt með kalda vatninu eins og einhver sagði.

12.11.01

Hvað er málið?


Það virðist ekki ætla að ganga sem skyldi að láta vetrardekkin undir. Fyrir það fyrsta þá þurfti ég að grafa þau upp úr 2 tonnum af smíðadóti sem afi minn geymir í bílskúrnum.

Síðan setti ég dekkin út í bíl til að geta lagt af stað snemma um morguninn eftir á Gúmmívinnustofuna. Gott plan nema hvað þennan morgun verður bíldruslan rafmagnslaus. Það kostar 2. daga vesen sem lauk með því að ég keypti varahluti fyrir 384 kr.

Nú jæja, í morgun þóttist ég nú vera viss um að ekkert stæði í vegi fyrir því að ég gæti sett dekkin undir svo ég fór á Gúmmívinnustofuna kl. 09:30 og tók minn stað í biðröðinni. Eftir rúmlega klukkutíma bið er komið að mér. Ekki leiddist mér þennan klukkutíma því Tvíhöfðafíflin voru stórkostleg. Svo dóla ég mér inn, þeir lyfta bílnum og taka dekkin úr skottinu, eru hæst ánægðir yfir því að þau séu á felgum og segja mér að þetta taki sko enga stund. Eftir ca. 2 mínútur komast þrælmennin að því að boltarnir sem eru á sumardekkjunum passi ekki á felgurnar sem vetrardekkin eru á og ég dóla mér út aftur. Enn á sumardekkjunum.

Djöfull nenni ég ekki að fara í gegnum þessu 2 tonn af drasli sem eru í bílskúrnum til að leita að 20 boltum sem eru 3000x minni heldur en dekkin sem ég fann þarna um daginn fyrir einskæra heppni.