Mótmæli
Í hádeginu í dag komu tveir ungir vinstri menn (kommúnistar?) og gáfu kynningu á bókum um stöðu heimsmála, ræður eftir Fidel Castro, rit eftir Lenín, Karl Marx auk þess sem okkur var sýnt eina blaðið sem segir sannleikann. Einnig minntu þau á málfund um árasir heimsvaldasinna á Afganistan sem ég man nú ekki hvar eða hvenær verður haldinn.
Greina mátti mikla andúð þessa ágæta fólks á árásunum á Afganistan. Þetta er það sem mér finnst um árásirnar á Afganistan:
Það sem ég held að ráði mestu um ákvörðunina að ráðast á Afganistan var sú staðreynd að innan landsins eru hryðjuverkamenn við völd. Ég leyfi mér að fullyrða þetta. Sá sem leynir upplýsingum um morðingja er samsekur. Talíbanar leyna og hafa undir sínum verndarvæng menn sem skipulögðu morðin á yfir 6.000 manns. Já talíbanastjórnin er samsek.
Svo er spurningin, stafar Bandaríkjunum hætta úr þessari átt? Já, þarna eru menn sem hafa það að takmarki að eyða vestrænum áhrifum með öllu. Þeir hafa oft gert árasir á skotmörk þar sem almennir borgarar hafa farist í tuga, hundraða og nú síðast þúsunda tali. Skotmörk þessara ofstækismanna hafa ekki hernaðarlegt gildi enda myndu þeir undir eins tapa stríði sem háð yrði með hernaði eins og við þekkjum hann (landhernaður). Þeir beita því hernaðartækni Sun Tzu, nota vopn risans gegn honum sjálfum.
Ég lít ekki á árásirnar á Afganistan gagnrýnislausum augum, alls ekki. USA mætti á margan hátt hafa staðið betur að málum, kannski ég skoði það betur og skrifi hér seinna. Að lokum langar mig að benda á grein sem las fyrir nokkru á Hugi.is þar sem birt eru skrif Afgana sem búsettur er í USA og ég enda á quote úr greininni.
copy/paste
"But the Taliban and Ben Laden are not Afghanistan. They're not even the government of Afghanistan. The Taliban are a cult of ignorant psychotics who took over Afghanistan in 1997.
Bin Laden is a political criminal with a plan.
When you think Taliban, think Nazis.
When you think Bin Laden,think Hitler.
And when you think "the people of Afghanistan" think the Jews in the concentration camps."
copy/paste endar