Er í vinnuni
7.4.02
2.1.02
Heimferðin
Samkvæmt þessari síðu eru líkurnar á því að vélin hrapi á leiðinni heim 1 á móti 118834024. Það er nú gott að vita. Ég hef engar áhyggjur af lestarferðinni þar sem það varð lestarslys hér í Danmörku í dag og þar af leiðandi litlar líkur á öðru slysi á næstunni.
Ég get því ferðast áhyggjulaus :)
31.12.01
Nýja árið
Nú þegar nýja árið nálgast eru nokkrir hlutir sem mig langar að fara yfir. Sjálfsagt verður ársins 2001 helst minnst í sögunni sem ársins sem Baldvin byrjaði að blogga. Það var eiginlega að frumkvæði Fannars sem ég fór út í þetta og ég vil þakka honum fyrir það. Síðan vil ég þakka ykkur báðum sem hafið nennt að lesa sumt af blaðrinu hérna og ég vil líka nota tækifærið og monta mig af því að ég fagna áramótunum klukkutíma á undan ykkur slugsunum heima á Íslandi :)
Gleðilegt nýtt ár!
29.12.01
Netscape friendly?
Smá framhald á Netscape ævintýrinu mínu. Þó að Netscape sé yfirleitt drasl þá er einn fídus þar sem fær plús í kladdann hjá mér. Það er möguleikinn á að geyma síður... Hér er ein góð: [Síðaískralli]Athugið að í Netscape sjást ekki Iframe :) Síðan á að líta svona út [Síðansemerekkiískralli]
Hvaða ályktun má af þessu draga? Netscape er §*&%ø# ruzl!
Bloggari og bíóferðVar að enda við að setja upp bloggsíðu fyrir Ingunni, 13 ára systur mína. Vonandi að hún verði dugleg að blogga.
Fjöslkyldan fór á Harry Potter núna áðan. Fólk skemmti sér mis vel. Mér fannst þetta ágætisafþreying, margt var ansi vel gert og flott. Pabbi var ekki eins hrifinn og ég og ég er ekki frá því að hann hafi verið sáttur þegar hann komst aftur heim í tæka tíð fyrir veðurfréttir :)
NetscapeÉg hía á fólk sem notar Netscape! Ég er búinn að vera að surfa með þessum browser og hann suckar. Mér finnst líka fyndið að enginn af okkur bloggurunum sem ég þekki virðist taka tillit til Netscape notenda. Verst úr þessari könnum minni kom Valur en hann notar Iframe. Ég var áberandi næstverstur (líka Iframe)og einnig var rugl í síðunum hjá Fannari og GummaJóh. Netscape verðlaunin hlýtur Valli en síðan hans kom nákvæmlega eins út að mér virtist.
Ég get óhræddur rakkað helvítis browserinn niður því þeir sem nota Netscape geta ekki lesið það því haha þeir geta ekki séð Iframe-inn!. Eftir þessa stuttu könnun er ég kominn á þá skoðun að Netscape sé rusl. Skilur hvorki Iframe né CSS og svo er hann ofboðslega lengi að hlaða síðunni inn. Þakka pent! Næst er að skoða Opera...
Spennan magnast!
Já núna rétt í þessu vorum við að ljúka við að kaupa miða í bíóið annað kvöld. Ekki datt mér í hug að danir væru það netvæddir að þeir keyptu bíómiða á netinu. Er þetta til heima? Ég er ekki viss. Og þetta virðist vera þó nokkuð notað, því ég gat séð yfir salinn og meirihluti sætanna var upptekinn. Net vídjóhvað?
Jæja, held ég hætti núna. Verð að hlaupa út og sækja brenni í ofnin. Húsið er nefnilega hitað með kamínu, very nice!
27.12.01
1/3Lauk fyrsta hluta af Hringadróttinssögu í gær. Þetta er svo mögnuð saga að ég á ekki orð. Ég get ekki beðið eftir að komast á hana í bíó. Fyrir ykkur sem hafið ekki lesið hana þá er bara eitt að gera! Finna bókasafnsskírteinið og tölta sér af stað út á bókasafn.
Ég er líka búinn að vera að fikta að eins í síðunni. Ekkert sem þið eigið að sjá, ég var bara að breyta kóðanum yfir í XHTML og laga CSS-ið hjá mér. Síðan á að líta alveg eins út svo ef þú hefur orðið var/vör við einhverjar breytingar láttu mig vita
25.12.01
JólinJæja, nú er klukkan að verða hálf þrjú á dönskum tíma, ég er að hlusta á Andrea Bocelli diskinn sem Lára gaf mér og er búinn að lesa helling í LotR. Kalkúnninn brást ekki vonum og við átum okkur öll pakksödd. Fyllingin er best!
Á morgun verður tekið á 'onum stóra sínum og gert nákvæmlega ekki neitt nema éta og lesa og sofa.
Við erum búin að hóta pabba að taka hann með í bíó milli jóla og nýárs og er ætlunin að sjá Harry Potter. Ég fór síðast með pabba í bíó árið 1993 á myndina Jurrasic Park og hann var ekki hrifinn. Hann hefur ekki farið í bíó síðan. Þetta verður því stóratburður.
17.12.01
Styttist í það...
Nú fer að styttast í að ég fari til Danmerkur en ég flýg á miðvikudagsmorgun. Eins og venjulega er ég varla byrjaður að pakka. Það er nú samt nóg að gera. Má til dæmis ekki vera að þessu. cya!