Svínakjöt
Fréttin sem ég sá í gær á vísi.is um að svínakjöt yrði ekki á boðstólum í mötuneytinu Í Austurbæjarskóla til þess að taka tillit til trúarbragða nemenda við skólann vakti athygli mína. Hver er tilgangurinn með þessu? Er ætlunin að við aðlögum okkur að nýbúum? Af hverju ekki að hætta bara að bjóða upp á kjöt til að taka tillit til grænmetisæta? Það eru fullt af minnihlutahópum hérna á landinu og við getum ekki gert þeim jafnhátt undir höfði.
Að mínu mati, þá hefði skólinn getað gefið út dagatal með matseðli og viðkomandi krakkar koma þá bara með nesti þá daga sem boðið er upp á svínakjöt. Af hverju ekki að hætta aðkenna kristinfræði fyrst við erum að þessu á annað borð? Hræsni!
27.11.01
<< Home