www.nomiz.net

12.11.01

Hvað er málið?


Það virðist ekki ætla að ganga sem skyldi að láta vetrardekkin undir. Fyrir það fyrsta þá þurfti ég að grafa þau upp úr 2 tonnum af smíðadóti sem afi minn geymir í bílskúrnum.

Síðan setti ég dekkin út í bíl til að geta lagt af stað snemma um morguninn eftir á Gúmmívinnustofuna. Gott plan nema hvað þennan morgun verður bíldruslan rafmagnslaus. Það kostar 2. daga vesen sem lauk með því að ég keypti varahluti fyrir 384 kr.

Nú jæja, í morgun þóttist ég nú vera viss um að ekkert stæði í vegi fyrir því að ég gæti sett dekkin undir svo ég fór á Gúmmívinnustofuna kl. 09:30 og tók minn stað í biðröðinni. Eftir rúmlega klukkutíma bið er komið að mér. Ekki leiddist mér þennan klukkutíma því Tvíhöfðafíflin voru stórkostleg. Svo dóla ég mér inn, þeir lyfta bílnum og taka dekkin úr skottinu, eru hæst ánægðir yfir því að þau séu á felgum og segja mér að þetta taki sko enga stund. Eftir ca. 2 mínútur komast þrælmennin að því að boltarnir sem eru á sumardekkjunum passi ekki á felgurnar sem vetrardekkin eru á og ég dóla mér út aftur. Enn á sumardekkjunum.

Djöfull nenni ég ekki að fara í gegnum þessu 2 tonn af drasli sem eru í bílskúrnum til að leita að 20 boltum sem eru 3000x minni heldur en dekkin sem ég fann þarna um daginn fyrir einskæra heppni.