Jaguar
Hádegishléið í dag var vel funky. Jaguar mætti og spilaði mjög skemmtilega tónlist. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki fylgst mikið með þeim eða tónlistinni þeirra en ég er pottþétt að fara að skoða diskinn sem þeir gáfu út í sumar, Get the funk out.
Annars er það að frétta af síðunni að ég er að vinna í því að búa til mína eigin gestabók. Útlitið er tilbúið en aðalvinnan, sem felst í því að senda, geyma og sækja upplýsingarnar er enn eftir. Þetta kemur allt með kalda vatninu eins og einhver sagði.