www.nomiz.net

19.4.01

Kvartanir


Vegna stanslausra kvartana frá Fannari verð ég að setja nokkrar línur hérna. Það er reyndar alveg satt að ég hef ekki verið duglegur að blogga en það eru líka ástæður fyrir því.
Það er víst sumardagurinn fyrsti í dag. Gleðilegt sumar. Djöfull verður þetta sumar nett. Sól og alvöru karlmannavinna. Ég er nefnilega búinn að sæja um hjá BM Vallá við að gera einhverja steypu. (þetta var orðaleikur í boði bbaldvin.tripod.com) Mjög karlmannlegt allt saman. Geri fastlega ráð fyrir að vera orðinn að kjötfjalli í haust af því þetta er svolítið erfitt. Þarna vinna miklir herramenn, meðal annars Furðulegur maður og hans bróðir sem er ekki síður furðulegur og Ingó bingó sem er furðulegur með afbrigðum.

Ég hef alvarlegar efasemdir um félagslífið í FB. Atvikið um helgin bætti ekki úr því.