www.nomiz.net

16.3.01

Hvað??


Mig langar að byrja á að lýsa frati á formúluna einu sinni enn. Hafirðu lesið síðuna hans Fannars sérðu að drengurinn ætlar að vakna klukkan 06:20 á sunnudagsmorgunn til að horfa á þennan rosalega mannskemmandi óhroða. Hversu sorglegur getur einn maður verið? Ég samt eiginlega sáttur við að formúlan er á þessum tíma því þá truflar hún ekki þessa eðalsjónvarpsdagskrá sem Ríkissjónvarpið annars býður upp á. Annars er stefnan um helgina að sofa vel, hugsanlega opna skólabók og pæla í hvernig í fjandanum ég á að fara að því að ná þessum strípum úr hausnum á mér. Ef þú kannast við vandamálið máttu senda mér póst.