www.nomiz.net

26.3.01

Musicus Draslisus og Indiana Jones


Ég er orðinn dáldið þreyttur á því hvað tónlist er orðin steingeld. Talandi dæmi um Musicus Draslisus er latino poppið. Ókrýndur söngvari Draslisus myndi vera Ricky Martin, súkkulaðistrákur af verstu gerð. Einu sinni var latino tónlist kúl, þá voru lög eins og La Kúkaratsja og fleiri góðir slagarar að gera það gott. Spánverjar ættu bara að halda sig við gítarinn, þeir bjuggu hann líka til. Helsta framlag latinoa til tónlistar er hinn einmana flakkari, El Mariachi, maðurinn sem bræddi hjörtu kvenna og var okkur hinum fyrirmynd. Síðan gerðist eitthvað! Spánverjar hentu gítarnum, fóru að leggja undir sig poppið og gerðu flakkarann að atvinnulausum aumingja. Fyrirmynd okkar strákanna var allt í einu orðinn róni í ræsinu við Hlemm. Fyrirmynd ungu kynslóðarinnar er nú orðinn Jóhannes, fylliraftur og aumingi. Þessari þróun verður að snúa við.


Önnur fyrirmynd ungukynslóðarinnar er einnig ötuð auri þessa dagana. Ég sá í gær auglýsingu á mynd starring Brendan Fraiser. Þetta er sem sagt framhald af mytndinni The Mummy sem mér fannst afspyrnuléleg eftirlíking af þeim manni sem hvað mest mótaði mín uppvaxtarár, Indiana Jones. Það er karakter semég vildi sjá hafinn upp til fyrri vegs og virðingar. Hvað ég gæfi ekki fyrir eina mynd í viðbót, hvað þá heila seríu. Það yrði að sjálfsögðu að innihalda Harrison Ford og ekki væri nú verra ef Steven Spielberg leikstýrði myndinni. Svona á persónulegu nótunum þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Indiana Jones yrði jafn eilífur og njósnari hennar hátignar,James Bond. Indy hefði meira að segja fjölmarga kosti fram yfir njósnarann. Dæmi: James Bond lenti í tilvistarkreppu á seinni hluta síðustu aldar þegar höfuðóvinur hans hvarf allt í einu (fall Sovétríkjanna). Þetta myndi aldrei gerast með Indy, fornleifar hætta ekkert að verða til. Við erum í raun ekkert annað en fornleifar morgundagsins. Indiana fengi æsispennandi verkefni á hjara veraldar næstu aldirnar, það gæti tekið hann tvær myndir að grafa upp rústir verslunarmiðstövar sem kölluð var Kringlan, stöðumælar verða honum mikil ráðgáta í 3. myndinni og meistarastykkið hans gæti verið að finna ráðhúsið sem sagnir herma að hafi sokkið í tjörnina í byrjun 21. aldarinnar. Endalausir möguleikar!


Ef þú hefur komment á þessar pælingar sendu mér meil hér