www.nomiz.net

27.3.01

Ég er búinn að vera að hugsa...


...rosalega mikið í dag. Átti langar samræður við vini mína um ýmislegt og það er margt sem mig langar að koma á framfæri við aðra og helst fá fleiri skoðanir á málinu.

No.1
Ég hef mjög sterkar skoðanir á trúmálum. Þær verða ekki viðraðar hér... í bili, en við félagarnir vorum sem sagt að tala um mestu stríðsátök sem sögur fara af, Stríð á himni. Það er með öðrum orðum uppgjörið milli „Hins góða“, Guðs, og „Hins illa, Satans. Til að þetta verði nú bara ekki óskiljanlegt bull ætla ég að reyna að koma hugsunum mínum eins skipulega frá mér og ég get. Guð skapaði mann og konu og gaf þeim jörðina gegn því að þau fylgdu lögmálum hans. Lúsífer, í líki snáks, „tælir“ konuna til að borða af tréi skilnings góðs og ills og guð reiðist. Ef sköpunarverk hans hlýðir ekki sjálfum guði almáttugum þá er nú pottur brotinn. Lúsífer er hinn vondi, hann lét mannfólkið brjóta gegn guði. Þetta er það sem stendur í biblíunni. En það voru herskarar guðs sem sigruðu stríðið gegn fylgismönnum Lúsífers og eins og við vitum öll er saga heimsins skrifuð af sigurvegurum mismunandi stríða. Þess vegna er óhætt að áætla að ekki sé gætt fullkomins hlutleysis í þeim frásögnum sem biblían segir frá um samskipti Guðs og Lúsífers. Ímyndum okkur hins vegar eitt augnablik að Lúsífer hafi elskað mannfólkið jafnheitt og Guð. Hann vill að þau njóti frelsis og þurfi ekki að hlýða að öllu leiti þeim ströngu reglum sem guð hefur sett þeim. Hann gefur þeim meira frelsi og sjálfstæði í hugsun. „Bíttu í eplið Eva, Hann hefur ekki rétt til að ráðskast með þig. Hann skapaði ykkur í sinni mynd en þið eruð þrælar Hans“. Helvíti þarf því ekki að vera slæmur staður. Brennandi logar helvitis eru hugsanlega aðeins ýkjur sem hafa magnast í aldanna rás. Þið vitið öll hvernig kjaftasagan breytist milli nokkurra einstaklinga. Ímyndið ykkur stanslausar ýkjur og lygar í þúsund ár afmynda sannleikann. Það vekur náttúrlega líka upp spurningar um paradís og ýkjur þar að lútandi en það er nú annað mál. Helvíti gæti verið staður þar sem þú hefur fullkomið frelsi til hugsana og framkvæmda, svo framarlega auðvitað að það skaði ekki náungann, því manstu, Satan elskar okkur.
Hver er tilgangurinn með þessari pælingu? Það veit ég ekki nákvæmlega. Þetta er sjálfsagt bara ítrekun á að halda gagnrýninni hugsun. Allt sem þú lest er lygi þangað til annað sannast. Fariði svo öll til helvítis ;) Sendu mér álit þitt á þessari pælingu hér