Hann fer í ljós tvisvar í viku...
Í tilefni af Chokkó viku/balli MH og FB fór ég núna áðan og fékk mér strípur í hárin, bara svona að vera með. Ég sé nefnilega ekki fram á að komast á ballið sakir neikvæðrar lausafjárstöðu. Ég ætla hins vegar ekki að láta mitt eftir liggja að skapa stemmingu meðal almúgans í skólanum. Skrifa meira um málið seinna, þarf að fara í ljós og lílamsrækt. Negli þig næst...