Formúla Dauðans
Verð bara að tjá mig um eitt. Formúla 1 er sport sem ég get engan veginn skilið. Gríðarspennandi að horfa á þetta. Og Shúmagher keyrir einn hring, þvílík spenna! Og nú keyrir hann annan hring. Þetta er ákaflega vel gert hjá Shúmagher. Ég gerði einu sinni tilraun til að horfa á þennan viðbjóð. Ég fann mér einhvern gæja til að halda með og beið svo spenntur eftir að leikurinn byrjaði en það gerðist ekkert. Það er að segja ekki fyrr en minn maður datt úr keppni á 9. hring eða eitthvað. Þannig að staðan hjá mér var þannig: þrjár klst. eftir af hrútleiðinlegum dvergum og ég hef engan til að halda með. Þar fyrir utan er ekker fisikal kontakt, engar tæklingar eða hrindingar. Ekkert gaman. Samt er ótrúlegur fjöldi fólks sem horfir á þetta. tökum aðeins saman hvað þetta fólk er að horfa á: Bíla sem keyra hratt: hljómar ágætlega en boj vos æ rong. sífelld endurtekning á því sama í 3 tíma. Af hverju í fjandanum eru þessar keppnir svona lengi. það hefur enginn þolinmæði í að sitja í þrjá tíma að horfa á nokkra littla kalla með bíladellu þenja beyglurnar sína hring eftir hring eftir hring. Til saman burðar er handboltaleikur 60 mínútur, fótboltaleikur 90 og svo framvegis. Er ekki hægt að stytta þetta niður í svona...tja klukkutíma til einn og hálfan.
Svo varð banaslys í nótt. Blásaklaus vallarstarfsmaður var keyrður niður þar sem hann í sakleysi sínu var að sinna sínu starfi. Einhver drulludeli ákvað að keyra hann í klessu svo hann dó. Númer eitt: þetta sýnir bara óöryggi þassara uppbelgdu formúlu manna sem nota bílinn sinn sem framlengingu á skaufanum á sér með því að níðast á mönnum sem hafa sitt á hreinu, rétt eins og vallarstarfsmaðurinn fyrrverandi. Númer tvö: knattspyrnumanni sem ætlaði sér að spyrna boltanum í vallarstarfsmann yrði umsvifalaust vísað af leikvelli en það gerist sossum aldrei því þeir sem eru með minnimáttarkennd fara beint í akstursíþróttir og aðrar íþróttir þar sem þeir finna til karlmennskunnar.
Hrútleiðinlegt sport þar sem menn geta misst líf og limi vegna duttlunga keppenda er engann veginn það sem koma skal og ég vona að greinin leggist niður á næstu árum. Fannar og aðrir sem fíla þetta barnalega sport: Hættið að vera sorglegir, spilum fótbolta og enginn deyr!