Söppræs!
Já, Stína og Steini giftu sig í gær öllum að óvörum. Við vorum lokkuð í kirkju undir því yfirskyni að þarna færi fram skírn á tvíburunum, tjah, það var nú svo sem ekki svikið en ég held að flestir hafi fengið meira heldur en þeir áttu von á. Þetta var mjög falleg athöfn.
Ég er að nota hérna síðustu mínuturnar áður en ég fer í stærðfræðipróf til að róa hugann. Hlusta á klassíska tónlist og sötra kaffi. Kaffið mitt er lapþunnt (Fannar, þetta orð er til) vegna misskilnings minns á stærð skeiðarinnar og þar af leiðandi veitt mér ekki af því að blogga líka.
Ég er kominn á MSN Messenger, ef þú vilt ná í mig þar þá er það nomiz2@hotmail.com. Látið ykkur ekki detta í hug að ég muni nokkurn tíman svara pósti sem fer í þetta póstfang. Ég er farinn að halda að Microsoft selji þessi netföng til spammara.
10.12.01
<< Home