Svend
Svend Amundsen var mikill landkönnuður. Var fyrstur á annan hvorn pólinn (nema hann hafi verið fyrstur á báða?) minnir mig. Hann lagði mikið upp úr því þegar hann valdi fylgdarmenn sína að góður mórall væri meðal manna. Hann var með ákveðna þeoríu um það að hinn raunverulegi persónuleiki mann kæmi í ljós þegar þeir væru undir áhrifum alkóhóls. Þess vegna fór hann alltaf með áhöfnina sína á gott fyllerí til að kynnast þeim. Ef Svend Amundsen væri að fara á pólinn núna, myndi ég segja honum að hringja í væntanlega áhafnarmeðlimi og reyna að selja þeim eitthvað í gegnu símann. Ég held nefnilega að það segi helvíti margt um persónuleikann hvernig þú tekur á móti sölufólki.
7.11.01
<< Home